er náskyldur
undafíflum, en þekkist meðal annars á löngum stöngulhárum og randhárum á
blöðum, og 2-4 þéttstæðum körfum efst. Hann er algengur á láglendi
um allt land, oft upp í 400 m hæð. Hæst fundinn í köldum jarðvegi í 500
m hæð í Stórahvammi inn af Austurdal í Skagafirði. Á hálendinu hefur
hann fundizt ofar á nokkrum stöðum við jarðhita, a.m.k. upp í 580 m. Til
er afbrigði af íslandsfífli með eldrauðum blómum sem nefnist roðafífill
(Pilosella aurantiaca). Hann hefur eitthvað verið
ræktaður í görðum, og slæðist auðveldlega þaðan. Því finnst hann
sums staðar villtur í grennd við bæi.
Körfur íslandsfífilsins eru venjulega 2-2,5 sm í þvermál, með fagurgulum
tungukrónum, og standa að jafnaði þétt í hnappi efst á stönglinum.
Fræflar eru fimm, samgrónir í hólk utan um stílinn sem er klofinn í
toppinn. Reifablöðin eru græn með svörtu miðrifi og löngum hárum, öll
upprétt. Stöngullinn er greindur allra efst, alþakinn löngum (5-7 mm),
stífum, svörtum hárum. Blöðin eru í stofnhvirfingu, um 8 sm löng,
lensulaga, broddydd, breiðust að framan, nær heilrend, með löngum,
stífum randhárum og örsmáum tannörðum.
Íslandsfífill í
Eyjafirði árið 1963.
Hér sést karfa
íslandsfífilsins í návígi. Hárin á stönglinum eru einkennandi fyrir
þennan fífil. Tekið í Eyjafirði árið 1983.