Flæðastörin hefur skriðulan
jarðstöngul og vex því í þéttum breiðum neðst á sjávarflæðunum.
Venjulega eru á henni tvö lítil, stuttleggjuð, upprétt kvenöx og eitt
karlax. Axhlífar eru rauðleitar, grænleitar eða svartar, oft mislitar,
odddregnar. Hulstrið er öfugegglaga, grænleitt með stuttri trjónu.
Frænin eru tvö. Blöðin eru á lengd við eða hærri en öxin, mjó og
rennulaga, 1-3 mm, oft bogsveigð út frá tiltölulega háum
slíðrum, sjaldnar flöt eða með niðursveigðum jöðrum.