Blóm lækjadeplunnar eru í löngum, gisnum klasa, 3-5 mm í þvermál. Krónublöðin eru mjög ljósblá, oft nærri hvít með bláum æðum. Bikarblöðin eru græn, nær hárlaus, snubbótt. Fræflar eru tveir. Ein fræva með einum stíl, verður að öfughjartalaga aldini. Stöngullinn er gisblöðóttur. Blöðin eru gagnstæð, sporbaugótt eða egglensulaga, stuttstilkuð eða stilklaus, ógreinilega tennt eða nær heilrend, oftast hárlaus.