Blómstrandi alaskalúpína í Leifsstaðabrúnum í Kaupangssveit árið 1994.
Í Hrísey er lúpínan á góðri leið með að leggja undir sig allan norðurhluta eyjarinnar, og eyðir nær öllum gróðri í því landi sem hún fer yfir. Myndin er tekin árið 1998.
Þessi mynd er einnig frá norðurhluta Hríseyjar. Hér er lúpínan að verða komin niður að sjó yfir lyngmóana sem á þeirri leið eru. Leysingarvatn og regn flýta för hennar undan brekkunni.
Hér má sjá fullþroskaða belgi lúpínunnar með nokkrum fræjum. Venjulega springa belgirnir undir nokkri spennu og þeyta fræjunum einn eða fleiri metra frá móðurplöntunni.