Blómin eru 10-14 mm í þvermál. Krónublöðin eru hvít, fimm að tölu, en klofin nærri niður í gegn svo að þau virðast tíu. Bikarblöðin eru þrítauga með breiðum himnufaldi. Fræflar eru tíu með rauðbrúnum frjó-hnöppum. Frævan er með þrem til fjórum stílum. Háblöðin eru himnukennd með randhárum neðst. Stönglarnir eru grannir, ferstrendir, marggreindir með gagnstæðum stilklausum blöðum sem eru frammjó og breiðfætt, 15-20 mm á lengd.
Akurarfi á Álftanesi árið 1982
Akurarfi myndar jafnan þéttar blómabreiður og vex oft í nokkuð miklu grasi. Myndin er tekin á Akureyri árið 1980.