Blóm friggjargrassins eru í löngum
klasa efst á stöngli. Blómhlífin er ljósgræn eða gulgræn, varaskipt, og
mynda þrjú blöð hvelfda efri vör en tvö vísa niður á við til hliðar og
eitt óskipt blað vísar beint niður. Blómið er yfirsætið, og frævan því
undir blómhlífinni, rifjuð og snúin. Fræin eru afar mörg og örsmá.
Bjúglaga spori gengur niður úr blómhlífinni. Blöðin eru stakstæð,
odddregin, lensulaga, greipfætt; þau neðstu eru stærst, 5-10 sm löng og
10-18 mm breið.
Friggjargras í þrengsta skilningi
finnst aðeins á Íslandi og Grænlandi. Áður var tegundin talin ná vestur
til Kanada og Alaska, en þau eru nú talin til annarra tegunda,
Platanthera huronensis og Platanthera aquilonis.
Friggjargras í Eyjafirði 5. júlí árið 1992.
Nærmynd af einu blóm friggjargrassins tekin við Garðsárgil, Eyjafirði í júní 2004. Takið eftir að miðflipi neðri varar sem vísar beint niður er óskiptur í endann.