er smávaxin
fífiltegund, körfurnar minna ofurlítið á baldursbrá, en eru miklu minni.
Gular pípukrónur eru í miðju körfunnar, en hvít eða ofurlítið bleikleit
jaðarblóm umhverfis. Einnig eru til afbrigði með rauðum blómkörfum. Fagurfíflar eru mjög algengir í grasflötum víða í
nágrannalöndum okkar, en hafa lítið náð að nema land á Íslandi, en eru
ofurlítið ræktaðir til skrauts. Þeir hafa þó numið land á stöku stað í
grasflötum í lóðum, einkum í gömlum kaupstöðum í dreifbýlinu. Þannig
hafa þeir fundizt í miðbæ Siglufjarðar, í Hrísey, og einnig á
Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði, svo og á fáeinum stöðum á
Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum.
Myndin af
fagurfíflunum er tekin í Árbæ í Reykhólasveit 19. júlí 2008.