Kræklurótin er blaðgrænulaus jurt,
móbrún á litinn. Blómin standa nokkur saman í gisnum klasa efst á
stönglinum, yfirsætin, um 7 mm á lengd. Ytri blómhlífarblöðin eru
dökkmóleit; af þeim innri vísa tvö upp og eitt (vörin) niður,
gulgrænleit eða gulhvít með fjólubláum dröfnum. Frævan er undir
blómhlífinni. Aldinin er oddbaugótt, 7-10 mm langt, með
fjölmörgum, örsmáum fræjum. Stöngullinn er móleitur, með nokkrum
blöðkulausum, móbrúnum blaðslíðrum sem víkka í munnann. Jarðstöngullinn
er afar sérkennilega kræklóttur.
Kræklirætur í Haukadal í Dölum árið 1994.
Kræklurót í Eyjafirði árið 1963.
Nærmynd af blómi kræklurótar á Arnarhóli í Eyjafirði 13. júní 2004