er
hávaxin, fjölær grastegund sem hefur borizt til landsins á síðari árum.
Fyrst var hans getið frá Höfða í Höfðahverfi þar sem Helgi Jónasson frá
Gvendarstöðum fann hann á fyrri hluta síðustu aldar. Síðar hefur hann
fundizt víðar, einkum er hann að verða útbreiddur á höfuðborgar-svæðinu
og á Akureyri. Smáöxin á punti dúnhafrans hafa langar, oft knébeygðar
týtur eins og sést á neðri myndinni til hægri. Puntur
dúnhafrans er 12-20 sm langur, grá-grænleitur með fjólubláum blæ.
Smáöxin eru tví- til fjórblóma, 12-16 mm löng, með miðstöngli alsettum
hvítum, löngum hárum. Neðri blómin hafa 20-25 mm langa, knébeygða týtu
sem stendur langt út úr smáaxinu; týtan snúin neðan knés. Stráin eru
hárlaus, en blaðslíðrin og blöðin mjúkhærð.
.
Myndin hér að ofan sýnir
punt af dúnhafra
Hér sjáum við tvö smáöx af dúnhafra með
knébeygðum týtum. Báðar myndirnar eru teknar sumarið 2005 á
Náttúrufræðistofnun Íslands, Akureyri.