Sóldöggin er fjölær mýrajurt.
Blómin standa nokkur saman eða eru einstök á stöngulendanum, oftast
lokuð nema í sólskini. Krónublöðin eru hvítleit, 3-4 mm á lengd.
Bikarinn er klofinn nær til miðs, dökkur á lit, fliparnir snubbóttir og
oft rauðleitir í endann. Blómstönglarnir eru blaðlausir, rauðmengaðir.
Blöðin eru mörg saman í stofnhvirfingum, blaðkan móbleik eða rauð,
kringlótt, stilklöng, 3-4 mm í þvermál, alsett fagurrauðum, löngum (2-3
mm) kirtilhárum. Kirtilhárin fanga skordýr og vefjast utan um þau, leysa
þau síðan upp með vökva sem þau gefa frá sér.
Sóldöggin er auðþekkt frá öllum íslenzkum jurtum, einkum á hinum sérkennilega kirtilhærðu laufblöðum.
Sóldögg við Langavatn á Snæfellsnesi 14. ágúst árið 1989.
Sóldögg við Svanshólslaug í Bjarnarfirði 3. ágúst 2006.