Puntur loðgresis er oftast bleikfjólublár, 6-15 sm langur, þéttur. Smáöxin eru tvíblóma; tvíkynja blóm neðar, einkynja karlblóm ofar. Axagnir eru 4-5 mm langar, loðnar; ytri axögnin með einni, sú innri með þrem upphleyptum taugum og stuttum týtubroddi í endann. Blómagnirnar eru gljáandi, grænar, hárlausar, en löng hár við grunninn. Ytri blómögn efra blómsins með boginni eða snúinni týtu. Stöngullinn, blöðin og slíðrin eru stutt- en þétthærð. Blöðin eru 4-8 mm breið. Slíðurhimnan er stutt, 1-1,5 mm, hærð.