Hávaxin jurt án þyrna með stórar,
langleggjaðar körfur sem eru 5-8 sm í þvermál. Pípukrónan er 25-30 mm
löng, striklaga, purpurarauð, með 5 striklaga krónuflipum. Reifablöðin
eru lensulaga, aflöng, margsköruð, oddmjó. Stönglar eru gáraðir,
ullhærðir og þyrnalausir. Laufblöðin eru greipfætt, græn og
hárlaus á efra borði, með fínlega þorntenntum, niðurbeygðum jaðri, neðra
borð þéttullhært, ljósgrátt. Efri blöðin eru lensulaga og breiðfætt, þau
neðri fjaðurflipótt á vængjuðum stilk.
Breiða af purpuraþistli í Hveragerði í júlí 2005.
Blómakarfa purpuraþistils í návígi.
Stöngulblöð purpuraþistils. Allar myndirnar eru frá Hveragerði.