Blóm burnirótarinnar standa mörg saman í greinóttum skúf eða hálfsveip á endum hliðarstöngla sem vaxa upp af gildum (hnöllóttum) jarðstöngli. Blómin eru einkynja í sérbýli. Krónublöðin eru tungulaga, gul, 3-5 mm á lengd, bikarblöðin nokru styttri. Karlblómin hafa átta fræfla og fjórar vanþroska frævur. Kvenblómin hafa fjórar til fimm þroskalegar gulrauðar frævur, sem verða að 7-10 mm löngu hýðisaldini með hliðbeygðri trjónu í endann. Stöngullinn er 2-6 mm gildur, þétt settur tungulaga eða öfugegglaga laufblöðum. Blöðin eru venjulega ydd og stundum ofurlítið tennt í endann, 2-4 sm á lengd og 1-1,5 sm á breidd, bæði stöngull og blöð hárlaus.
Hér sjáum við burnirætur, kvenjurt t.v. og karljurt t.h. ásamt ætihvönn á bakka Bugahólma á Eyvindarstaðaheiði árið 1977.
Arnarfellsmúlum í Þjórsárverum árið 1985
Karlkyns burnirót í návígi
Kvenkyns burnirót í návígi