er smávaxin jurt af
sefætt sem vex í rökum flögum og blautum áreyrum. Það er algengt
um allt land, frá láglendi upp í 1000 m hæð, yfirleitt algengara til
fjalla en á láglendi. Þekkist frá blómsefi á örstuttu, hliðstæðu
stoðblaði sem nær aðeins upp fyrir blómskipunina, og hefur venjulega
aðeins tvö blóm, en blómsef hefur oftast 3-4. Blómsef er mun algengara á
láglendi en flagasef.
Flagasef ber eitt lítið, oftast tvíblóma blómhnoða á
stráendanum. Stoðblaðið stutt, örlítið lengra en blómhnoðað.
Blómhlífarblöðin eru sex, dökkbrún, ydd. Fræflar eru sex, ein fræva með
þrískiptu fræni. Aldinið er gulleitt, oft brúnt efst og á jöðrunum,
snubbótt eða örlítið sýlt í endann. Blöðin eru aðeins stofnstæð neðst á
stönglinum, mjó, sívöl, ydd.
Flagasef, 1982. Takið eftir stuttu nálinni
til hliðar við blómin tvö.