Dýragrasið er lítil, hárlaus jurt.
Blómin eru 7-8 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin eru
djúpblá, ydd í endann svo blómin líta út sem lítil stjarna. Blómin
opnast að jafnaði aðeins í sólskini. Bikarinn er hlutfallslega
stór, 1-2 sm, klofinn niður um þriðjung í 5 oddmjóa flipa
með dökkan kjöl. Fræflar eru 5 með gulhvíta frjóhnappa. Ein oddmjó fræva
með einum stíl. Stöngullinn er grannur, strendur. Laufblöðin eru
gagnstæð, oddbaugótt eða egglaga, lítil (6-9 mm) og
heilrend.
Myndin hér fyrir ofan af dýragrasi er tekin í við Dagverðartungu í Hörgárdal 5. júlí 2009.
Nærmynd af blómi dýragrassins tekin í Barmahrauni í Reykhólasveit í júlí 2005.