er tré sem flutt
var inn frá Alaska um miðja síðustu öld. Það hefur verið gróðursett
víða, og er sums staðar farið að sá sér af sjálfsdáðum og mynda villt
afkvæmi. Sitkagreni þrífst bezt við úthafsloftslag, og hefur því meira
sáð sér út á Suður- og Vesturlandi en við landræna loftslagið á
norðanverðu landinu. Nálar grenisins eru stuttar en oddhvassar,
þrístrendar eða flatvaxnar, ofurlítið blágrænar á litinn. Á neðri myndinni til
hægri sjást keilulaga brumknappar sem hylja nýjan ársvöxt, en á
myndinni fyrir miðju eru nýsprotarnir farnir að teygja úr sér, en
brumhlífin situr enn á enda þeirra.
Sitkagreni á Arnarhóli
í Eyjafirði vorið 2005.
Hér sjáum við nærmynd
af brumhlífunum, sem hlífa brumunum yfir veturinn.
Hér má sjá karlrekla
sitkagrenisins, hlaðna frjókornum. Tekið á Arnarhóli í maí 2011.