Blóm snækobbans eru í körfum sem
eru um 1,5 sm í þvermál, ein á hverjum stöngulenda, en stönglar oft einn
til þrír á sömu rót. Körfubotninn mjókkar jafnt niður að stönglinum, er
því ekki eins flatur og á hinum kobbategundunum. Reifablöðin eru
dökkfjólublá með fjólubláum hárum. Jaðarblómin eru með hvítum
tungukrónum. Hvirfilblómin eru gulleit. Stöngullinn er loðinn með
fjólubláyrjóttum hárum. Blöðin eru aflöng, lensulaga, þau neðstu
niðurmjó, spaðalaga. - Snækobbinn heldur sig mest í landrænu loftslagi
um miðbik hálendisins og norðan jökla, og finnst tæpast neðan 700 m.