Blóm síkjamarans eru smá, einkynja,
í gisnu axi á toppi plöntunnar. Blómhlífin er fjórdeild með bikar og
krónu. Krónublöðin eru hvít eða rauðleit. Fræflar eru 8, ein fræva.
Blöðin eru kransstæð, oftast fjögur saman, fjaðurgreind með hárfína
bleðla, 1,5-2 sm á lengd. Blöðin eru lin, leggjast máttlaus upp að
stönglinum þegar hann kemur upp úr vatninu. Neðsti hluti stöngulsins
oftast alveg blaðlaus langt upp eftir.
Síkjamari í tjörn við Gauksstaði á Skaga 23. júlí árið 2000.
Blóm síkjamara rétt ofan vatnsborðs í brautarskurði innst í Ísafirði við Djúp, myndin tekin 2. ágúst 2006