Lækjasef er einær jurt af sefætt. Blómhnoðun eru oftast einblóma, dreifð um blómskipunina, á nokkuð uppréttum, grönnum greinum. Blómhlífarblöðin eru 6, öll oddhvöss, græn í miðju, með breiðum, glærum himnufaldi sem mjókkar jafnt upp; þrjú þau ytri eru oftast lengri en þau innri. Aldinið er ljósgulgrænt eða brúnt, gljáandi, töluvert styttra en blómhlífin.