Fölvastörin ber eitt til tvö upprétt, stuttleggjuð,
fáblóma kvenöx og eitt karlax í toppinn. Axhlífar eru brúnar með grænni
miðtaug, snubbóttar. Hulstrið er ljósblágrænt eða gulgrænt, trjónulaust.
Frænin eru þrjú. Blöðin eru blágræn, kjöluð og samanbrotin.