Blóm garðahjálmgrassins standa í
þyrpingum í blaðöxlunum. Krónan er pípulaga, varaskipt, 12-18
mm á lengd, bogin ofan til, purpurarauð með hvítum hárum.
Bikarinn er klofinn til miðs eða dýpra í 5 þornkennda brodda. Fræflar
eru fjórir. Frævan myndar ferkleyft aldin í botni bikarsins. Stöngullinn
er ferstrendur, hærður. Blöðin eru gagnstæð, stilkuð, blaðkan egglaga
til tígullaga, reglulega gróftennt, 2-5 sm á lengd, hærð
báðum megin.