Blöð langnykrunnar eru aflöng
(10-20 sm), niðurbreið (1-2,5 sm), hálfgreipfætt og stilklaus,
blaðrendurnar mjög fíntenntar eða heilar. Axlablöðin eru himnukennd,
löng (4-7 sm), ljósbrún eða nær glær að lit. Blómin eru smá, nakin, mörg
saman í endastæðu axi sem er allt að 4 sm á lengd. Axstilkurinn
jafngildur upp að axinu. Fræflar eru fjórir með áföstum grænbrúnum
bleðlum sem líkjast blómhlíf. Frævur eru fjórar.
Langnykra í Djáknatjörn í Krossanesborgum við Akureyri árið 1983. Hin löngu axlablöð sjást vel á myndinni.