Blóm gullbrárinnar eru fimmdeild, venjulega aðeins eitt til tvö á hverjum stöngli, 2-3 sm í þvermál. Krónublöðin eru gul með rauðum dröfnum neðantil að innanverðu, fremur mjó (5-7 mm). Bikarblöðin eru græn eða rauðbrún, langrákótt, a.m.k. helmingi styttri en krónublöðin, niðursveigð. Gullbráin hefur tíu fræfla og eina frævu sem er tvískipt í toppinn. Stöngullinn er brúnloðinn, blöðóttur. Blöðin eru heilrend, lensulaga; blaðkan er 1-2 sm á lengd, og 2-4 mm á breidd; stofnblöðin oft stilkuð.
Hér sjáum við gullbrá í Þjórsárverum árið 1982
Blóm gullbráar á nærmynd, tekið innst í Eyjafjarðardal 14. ágúst 2009. Hér sjást vel rauðu dílarnir á neðri hluta krónublaðanna.