Rjúpustörin ber þrjú til fjögur öx
á stráendanum og er toppaxið stærst; karlblóm eru neðst í öllum öxunum.
Axhlífarnar eru ljósbrúnar, egglaga, snubbóttar í endann, himnurendar.
Hulstrið dregst saman í trjónu í endann, gulgrænt eða gulbrúnt, með
sléttu yfirborði; frænin eru tvö. Stráin eru í þéttum toppum, þrístrend,
oftast skástæð. Blöðin eru 1,5-2,5 mm breið, flöt, snarprend í endann;
blaðsprotar skástæðir.