er grastegund sem
hefur fremur nýlega verið flutt til landsins til uppgræðslu. Hún hefur
þegar náð töluverðri útbreiðslu, þar sem hún hefur í allmörg ár verið
notuð til uppgræðslu vegkanta þar sem nýir vegir hafa verið lagðir eða
uppbyggðir. Dæmi sem sýnir útbreiðslumöguleika hennar er að hún barst
fyrir nokkrum árum til Surtseyjar með fuglum, sem báru hana þangað til
varpstöðva sinna frá meginlandi Íslands. Þessi jurt er náskyld íslenzka
snarrótarpuntinum, en myndar ekki þúfur og hefur stærri, gisnari og
ljósari punt.
Beringspunturinn er hávaxið gras sem vex í jöfnum
breiðum án áberandi þúfumyndunar. Punturinn er 25-35 sm langur, egglaga
eða keilulaga. Smáöxin venjulega tví- til þríblóma,
grænleit eða ljósbrún, blómögn neðra blómsins með baktýtu sem er
á lengd við blómögnina. Neðri axögnin er eintauga, um 4-6 mm, sú efri
þrítauga. Löng hvít hár eru umhverfis blómagnirnar. Slíðurhimna efstu
blaða er um 5-6 mm löng, odddregin. Blöðin eru 2-4 mm breið, snörp.
Hér sést toppur af
beringspunti sem óx fram með þjóðveginum yfir Fljótsheiði sumarið
2003
Hér sést puntur beringspuntsins í návígi.
Myndin er tekin á Fljótsheiði sumarið 2003.