Mýrastörin er allhávaxin, mjög
breytileg að útliti, en oftast með tvö til fjögur stuttleggjuð, nær
upprétt kvenöx, og eitt til tvö karlöx efst. Axhlífar eru svartar með
ljósri miðtaug, egglaga, snubbóttar í endann. Hulstrin eru oftast græn,
taugaber, lengri en axhlífarnar, stundum brúnmóleit, stutttrýnd eða trjónulaus.
Slíður stoðblaðsins er mjög stutt, grænt eða ljósbrúnt. Stráin eru
þrístrend, fremur grönn. Blöðin eru löng og mjó, 2-3 mm
breið, V-laga; blaðrendur upporpnar.