Blóm týsfjólunnar eru einsamhverf, legglöng og slútandi. Krónan er fimmdeild. Krónublöðin eru blá, hvítleit í miðju og sum með löngum hárum innst, neðsta krónublaðið gengur aftur í hvítan, snubbóttan spora. Bikarblöðin eru odddregin en ganga niður í breiðan, snubbóttan sepa neðst. Fræflar eru fimm. Frævan er þríblaða og verður að stóru hýðisaldini sem klofnar í þrennt við þroskun. Laufblöðin eru stilklöng, oftast mjóhjartalaga eða egglaga, fíntennt, hárlaus. Axlablöðin eru lensulaga, tennt. Týsfjólan skiptist í tvær deilitegundir. Subsp. montana, urðarfjóla hefur hærri og uppréttari stöngla, og hlutfallslega stærri axlablöð miðað við blaðstilka heldur en subsp. canina.
Týsfjóla árið 1982 á Norðurlandi
Þroskuð aldini týsfjólunnar í Krossanesborgum við Akureyri 26. júlí 2009.