Sjávarfitjungur er meðalstór eða
fremur smávaxin grastegund; vex í þéttum breiðum eða toppum. Hann hefur
grannan punt og uppréttar puntgreinar; þær neðstu þó stundum útstæðar.
Smáöxin eru 2-5 á puntgreinunum, með mjög mismunandi mörgum blómum,
oftast þrem til átta. Axagnir eru stuttar, grænar eða fjólubláar með
breiðum himnufaldi, tenntar eða skertar í endann; sú efri oft helmingi
lengri en sú neðri. Blómagnir eru grænar eða fjólubláar, sú neðri 3-4 mm
á lengd. Blöðin eru mjó (1-1,5 mm), sívöl og grópuð; stöngulblöðin stundum
flöt eða samanbrotin.