Blóm jarðarberjaplöntunnar eru 12-15 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin eru hvít, öfugegglaga. Bikarblöðin eru nokkru styttri, oddmjó; utanbikarflipar heldur mjórri en bikarblöðin. Fræflar eru 10. Frævur eru allmargar, og verða að litlum, dökkum hnetum utan á þroskuðu jarðarberinu, sem myndast af útbelgdum blómbotninum. Jarðstöngullinn er allgildur með uppréttum, þrífingruðum blöðum á löngum, þétthærðum stilk. Smáblöðin eru tígullaga eða öfugegglaga, gróftennt, silfurhærð á neðra borði, 1,5-3 sm á lengd og 1-2 sm á breidd.
Blómstrandi jarðarber í Kúalækjargili við Leifsstaði í Kaupangssveit árið 1963.
Þroskuð jarðarber í Þverárgili í Kaupangssveit árið 1991
Nærmynd af blómi jarðarberja í Kúalækjargili við Leifsstaði 13. júní 2006.
Nærmynd af jarðarberi úr Þverárgili 1991.