Blóm og blöð birkifjólunnar standa á uppréttum leggjum sem vaxa upp frá jarðlægum stöngli. Blómin eru slútandi. Krónan er ljósfjólublá, oft með áberandi dökkum æðum, sporinn samlitur krónunni. Bikarblöðin eru græn, ávöl í endann með ljósum himnufaldi. Fræflar eru fimm, rauðbrúnir. Aldinið er þrístrent hýði sem klofnar í þrjá geira við þroskun. Örsmá forblöð eru ofarlega á blómstöngIinum. Laufblöðin eru stilklöng, blaðkan breiðhjartalaga, oftast gishærð á neðra borði eða báðum megin, grunnbogtennt.
Hér er blómstruð birkifjóla snemma að vori á Kálfaströnd í Mývatnssveit 18. júní 2006.
Þessi mynd af birkifjólunni er einnig tekin í Mývatnssveit, en 23 árum fyrr, eða 1983.