Blóm mýramöðrunnar standa allmörg
saman í blómskipunum úr blaðöxlum efri blaða. Krónan er samblaða,
fjórdeild, klofin langt niður, 2-3 mm í þvermál, með útstæðum flipum.
Fræflar eru fjórir, ein fræva með klofnum stíl. Blöðin eru í fjórblaða
krönsum, lensulaga, snubbótt eða sljóydd, með einum blaðstreng í miðju,
tvö gagnstæð blöð lengri en hin tvö, blaðrendurnar lítið eitt
broddhærðar. Stöngullinn er fer-strendur, broddhærður á köntunum.
Hér sjáum við mýramöðru innan um hávaxna stör á Gamla Hrauni við Eyrarbakka í lok júní 2003. Þá var hún ekki enn farin að blómstra.
Mýramaðra í blómi á sama stað í júlí 2005.