Körfur jakobsfífilsins eru oftast
1-1,5 sm í þvermál, venjulega ein karfa á stöngulendanum,
en stundum fleiri á greindum stöngli. Körfurnar eru umluktar kransi af
lensulaga reifablöðum að utanverðu. Reifablöðin eru rauð í oddinn og
gráloðin, að mestu aðlæg, hringur af hvítum eða bleik-fjólubláum, mjóum
tungukrónum næst fyrir innan reifablöðin. Hvirfil-blómin eru í miðju
körfunnar með mjóum, gulum pípukrónum, umkringdum svifkranshárum sem
oft eru heldur lengri en pípu-krónurnar sjálfar. Stöngullinn er loðinn
með lensulaga, oddmjóum, stilklausum blöðum, stofnblöðin eru aflöng og
ávöl í endann, en oft broddydd.