er algengt um allt land frá láglendi upp í 800-900 m hæð, hæst fundin í 1000 m á Skessuhrygg í Höfðahverfi, Þverárdalsbrúnum við Þor-valdsdal, Ásbjarnarfelli á Hofsafrétti og í hlíðum Tungnafellsjökuls við Nýjadal. Það vex í grónum bollum, lækjagiljum, á grasbölum og í hlíðum til fjalla.
Blóm smjörgrassins sitja í öxlum
efstu laufblaðanna, um 1,5-2 sm á lengd. Krónupípan er
bogin, dökkfjólublá, kirtilhærð. Bikarinn er 5-7 mm á
lengd, bjöllulaga, dökkur, fimmtenntur, klofinn niður til miðs.
Fræflarnir eru fjórir, álíka langir og krónan. Frævan hefur aðlæg,
upprétt hár. Aldinið er egglaga, odddregið, um 1 sm á lengd og 0,5 sm á
breidd, klofnar í tvennt við þroskun. Laufblöðin eru nær stilklaus,
gagnstæð, egglaga, loðin, reglulega tennt, tennur snubbóttar; efstu
blöðin eru oft dökkfjólublá.