Efjugrasið ber allmörg, nokkuð legglöng blóm í þyrpingu út frá stofninum. Krónan er fimmdeild, um 3 mm í þvermál, bjöllulaga með V-laga flipum, bleik eða nær hvít. Bikarinn er samblaða, grænn. Fræflar eru fjórir. Efjugrasið ber eina frævu sem verður að egglaga eða nær hnöttóttu, 2-3 mm löngu hýðisaldini með örstuttum, áföstum stíl. Blöðin eru mörg saman í stofnhvirfingu, hvert um sig á 2-4 sm löngum stilk. Blaðkan er lensulaga eða sporbaugótt, 5-12 mm á lengd og 2-5 mm á breidd. Öll plantan er hárlaus.