Flæðalófótur er nokkuð grófgerð
sjávarflæðajurt með 2-4 mm gilda stöngla sem standa upp úr vatninu og
eru með kransstæðum blöðum. Blöðin eru
langoddbaugótt eða öfuglensulaga, 7-15 mm löng og 3-6 mm breið. Blómin
eru örsmá, standa einstök í blaðöxlunum, tvíkynja, yfirsætin. Blómhlífin
er einföld, myndar aðeins fjóra smásepa sem standa út úr frævunni
ofanverðri. Ein dumbrauð fræva og einn fræfill eru í hverju blómi.