Blóm mýrasóleyjar eru 1,5-2 sm í þvermál, einstök á stöngulendanum. Krónublöðin eru hvít með dekkri æðum, snubbótt. Bikarblöðin eru helmingi styttri en krónublöðin. Fræflarnir eru 5 með hvítum frjóhnöppum. Fimm kambgreindir, gulgrænleitir hunangsberar eru áberandi á milli fræflanna. Ein fjórblaða fræva. Stöngullinn er hárlaus, með einu blaði; stofnblöðin eru egglaga til hjartalaga, heilrend, hárlaus, stilkurinn lengri en blaðkan.
Mýrasóley við Snartarstað við Kópasker árið 1978.
Nærmynd af blómi mýrasóleyjar í Eyjafirði í ágúst 2004.