Blöð þráðnykrunnar eru striklaga,
slíðurfætt, þráðmjó, oft 15-20 sm löng og 1 mm á breidd, ýmist á kafi
eða fljótandi í yfirborðinu. Blómin eru nokkur saman í þrem til fjórum
hnöppum sem standa með 0.5-1 sm millibilum á stöngulendanum, venjulega
fljótandi í vatnsyfirborðinu. Fræflar eru fjórir með áföstum
grænmóleitum, kringlóttum bleðlum sem líkjast blómhlíf. Frjóhirslur eru
ljósar, um 1 mm í þvermál. Frævur eru fjórar.