Hér sjáum við engjakambjurt í botni birkiskógarins í Vaglaskógi í ágúst 2016.
Nærmynd af blómum og blöðum engjakambjurtar. Mjóar tennurnar neðst á blöðunum sjást greinilega.
Hér eru þrjú fræ af engjakambjurt úr Vaglaskógi. Fræin eru nokkuð stór, og hafa áfast sérlega næringarríkt áhengsli, ætlað maurum sem aðstoða við að dreifa fræjunum.