er fögur jurt,
algeng í sumum landshlutum en ekki öðrum. Hún velur sér einkum
svæði þar sem loftslag er hlýtt, einkum á Suður- og Vesturlandi, og
einnig í Eyjafirði og á Fljótsdalshéraði. Annars staðar vex hún nær
eingöngu við jarðhita, eins og t.d. í Mývatnssveit.
Blóm blákollunnar eru mörg saman í sívölum, keflislaga, um 2 sm löngum klasa, stuttleggjuð. Krónan
er fjólublá, samblaða með hvelfdri, hjálmlaga efri vör. Bikarinn er bjöllulaga, dökkrauðfjólublár, með fimm misbreiðum, oddmjóum, taugaberum tönnum. Fræflar
eru fjórir. Frævan verður að ferkleyfu klofaldini á bikarbotninum. Stöngullinn
er ferstrendur, blöðin gagnstæð, egglaga eða breiðlensulaga, gistennt eða heilrend, gishærð, þau neðri stilklöng en þau efstu stilkstutt og standa fast við blómskipunina.
Myndin af blákollu er tekin
á Búðum á Snæfellsnesi árið 1985