Blómakörfur fjallakobbans eru um
1,5 sm í þvermál. Jaðarblómin eru hvít eða rauðbleik. Hvirfilblómin eru
gulleit. Reifablöðin sem lykja um körfuna eru dökkfjólublá, einkum í
endann, odddregin, hvítloðin, þau neðstu oft áberandi útstæð.
Stöngullinn er loðinn, stöngulblöðin lensulaga, sum stofnblöðin
spaðalaga eða öfugegglaga á vængjuðum stilk.