er einn af
undafíflunum, fremur lágvaxinn fífill með hlutfallslega stóra körfu
miðað við aðra undafífla. Hann er algengur um allt landið, bæði á
láglendi og til fjalla upp í a.m.k. 800 m hæð.
Blóm fellafífils eru í 2,5-3,5 sm breiðri, oftast aðeins
einni körfu, öll tungukrýnd, fagurgul. Fræflar eru fimm í hring utan um
stílinn sem er gulleitur með klofið fræni. Reifablöðin eru grænsvört,
kafloðin með löngum, hvítum broddhárum á svörtum fæti. Stöngullinn er
lítið eða ekki greindur, dökkur, oft með einu blaði, kafloðinn samskonar
broddhárum og reifarnar, og svörtum kirtilhárum á milli. Blöðin eru
annars stofnstæð, öfugegglaga, oddbaugótt eða lensulaga, ofurlítið
tennt, dragast jafnt saman að stilknum.
Fellafífill innan um víðiblöð í Þjórsárverum
árið 1982.