eða þrenningargras er fáær jurt af fjóluætt. Hún er sums staðar algeng um norðan- og vestanvert landið, en annars staðar sjaldgæf eða ófundin. Hún vex einkum á melum eða í þurrum brekkum, einnig í möl og sandi. Hún er duglegur landnemi og fljót að sá sér út þar sem sandar eru eða möl eins og oft er í vegköntum sem stráðir eru mulningi. Þrenningarfjólan finnst upp í 450 m hæð í fjallshlíðum við Eyjafjörð, en við Laugafellsskála norðan Hofsjökuls vex hún í 730 m hæð, en þar er jarðhiti í grennd.
Blóm þrenningargrassins eru
einsamhverf, lotin, 1,5-2,5 sm á lengd, dökkfjólublá,
hvítleit eða gul í miðju með dökkum æðum, einkum neðsta krónublaðið.
Bikarblöðin eru grágræn eða nær svört, odddregin í efri endann, breiðari
og snubbótt neðan. Sporinn er dökkur í endann. Fræflar eru 5. Ein
þríblaða fræva með einum stíl, aldinið klofnar í þrennt við opnun.
Neðstu laufblöðin eru nær kringlótt, þau efri öfugegglaga eða lensulaga,
gróftennt, stutthærð. Axlablöðin eru stór, fjaðurskipt, með allstórum
endableðli.
Þrenningarfjóla í Eyjafirði sumarið 1982.
Þrenningarfjóla uppi við húsvegg á Arnarhóli í Kaupangssveit 10. júní 2006.
Blóm af þrenningarfjólu í návígi.