er nýliði í
íslensku flórunni. Þetta er vatnajurt ættuð frá Suður-Ameríku. Hann vex
á kafi í vatni, en blómin fljóta á yfirborðinu. Kransarfi er stundum
ræktaður í vatna- eða fiskabúrum, og eru mestar líkur á að hann hafi
borizt þannig til Íslands, og líklega verið sleppt út í náttúruna af
manna völdum. Kransarfinn myndar þéttblöðótta, langa og jarðlæga stöngla
sem breiða úr sér á vatnsbotninum. Stönglarnir eru þéttblöðóttir, blöðin
1-2 sm á lengd og 2-3 mm á breidd, kransstæð 4-5 saman, dökkgræn. Blómin
eru einkynja, með þrem hvítum krónu-blöðum. Vitað er um kransarfann
villtan á einum stað á landinu, í allstórri volgri tjörn í Opnunum í
Ölfusi. Hann mun hafa vaxið þarna alllengi, og
sumarið 2007 hafði hann myndað breiður á stóru svæði í tjörninni innan
um hjartanykru.