Melanóran er fjölær jurt, venjulega
með marga, rauðbrúna, upprétta blómstöngla. Blómin eru 4-6 mm í þvermál,
fimmdeild. Krónublöðin eru hvít, ávöl fyrir endann, oftast heldur
styttri en bikarinn, breiða vel úr sér í björtu veðri. Bikarblöðin eru
brúnfjólublá á litinn með glærum himnufaldi, oddhvöss og með þrem
upphleyptum strengjum. Fræflar eru tíu, ein fræva með þrem stílum,
verður að hýðisaldini sem opnast með þrem til fjórum tönnum við þroskun.
Fræin eru brún, 0,6-0,7 mm í þvermál. Blöðin eru mjólensulaga eða striklaga,
heilrend og hvassydd, gagnstæð, áberandi þrítauga. Stöngull og
blómleggir eru mismunandi mikið hærðir.