Blóm geldingahnappsins standa þétt
saman í hnöttóttum kolli sem er 1,5-2 sm í þvermál. Krónan
er bleik, 6-10 mm í þvermál, krónublöðin snubbótt. Bikarinn
er trektlaga með fimm rauðleitum rifjum og glærum himnufaldi á milli og
hefur smátennur upp af rifjunum, hærður neðan til. Fræflar eru fimm.
Frævan er með fimm stílum sem eru með hvítum hárum neðst. Himnukennd, oft
gulbrún hlífðarblöð eru á kollinum neðanverðum. Stöngullinn er blaðlaus,
stutthærður. Blöðin eru striklaga, 15-50 mm á lengd en
0,5-1 mm á breidd, öll í stofnhvirfingum sem standa þétt
saman og mynda stundum þúfu.
Geldingahnappur í Kerlingarskarði á Snæfellsnesi árið 1967.
Geldingahnappur fyrir botni Ísafjarðar við Djúp í júlí 2005.