Villilínið er einær jurt. Blómin
eru hvít, allmörg á hverri plöntu í gisnum kvíslskúf, fimmdeild.
Krónublöðin eru um 4 mm á lengd. Bikarblöðin eru græn, skarpydd með
skörpum kili, um 2,5-3 mm á lengd, með kirtla á röndunum. Fræflar eru
fimm. Ein fræva, stíllinn fimmskiptur ofan til. Aldinið er nær hnöttótt
hýði. Stöngullinn er mjög grannur en stinnur, blöðin eru gagnstæð, 6-10
mm á lengd, mjóoddbaugótt eða lensulaga, hárlaus, heilrend.
Villilín á Fljótsdalshéraði sumarið 1984.
Nærmynd af blómi villilínsins á Syðri Varðgjá í Kaupangssveit 25. júlí 2009.