Blóm ljósadúnurtar eru smá,
fjórdeild, yfirsætin. Krónan er hvít eða ljósbleik, 3-5 mm á lengd.
Bikarinn er lítið styttri. Fræflar eru 8. Ein fjórblaða fræva, 3-5 sm á
lengd. Frænið er kylfulaga, óskipt. Aldinið klofnar í fjóra renninga við
þroskun. Fræin hafa hvít svifhár. Stöngullinn er strendur, oftast með
mjóum, hærðum rákum. Blöðin eru gagnstæð, hárlaus, egglaga, sporbaugótt
eða oddbaugótt, oftast með ávölum oddi eða snubbótt í endann, 1,5-3 sm á
lengd, 6-12 mm á breidd, hárlaus, oftast lítið tennt eða heilrend.
Ljósadúnurt í Lystigarðinum á Akureyri árið 1983.
Ljósadúnurt á Helgufelli á Kili 13. júlí 2009. Vinstra megin er eitt útsprungið blóm, en hægra megin eru tvö rauð aldini.