Lófóturinn hefur 2-3
mm gilda stöngla sem standa að mestu upp úr vatninu og eru alsettir
kransstæðum blöðum. Í hverjum kransi eru gjarnan 8-12 blöð, striklaga
eða lensulaga, 1-1,5 sm að lengd á þeim hlutum stöngla sem standa upp
úr, en töluvert lengri (2-3 sm) og læpulegri niðri í vatninu. Blómin
eru örsmá, standa einstök í blaðöxlunum, tvíkynja, yfirsætin.
Blómhlífin er einföld, myndar aðeins fjóra smásepa sem standa út úr
frævunni ofanverðri. Ein fræva og einn fræfill eru
í hverju blómi.