eða Þorskagin er
afar sjaldgæfur slæðingur, sem vex villtur á tveim stöðum á landinu. Á
Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði hefur það lagt undir sig langan túnjaðar
og virðist þar vera fyllilega ílent, búið að vaxa þar í mörg ár. Jurtin
hefur upprétta, að mestu ógreinda stöngla, sem eru þétt settir mjóum,
striklaga laufblöðum. Blómin eru í þéttum klasa efst á stönglunum, að
mestu ljósgul en með rauðgulan ginpoka.
Gullingin í breiðu í
túnjaðri Egilsstaðabúsins á Héraði 12. ágúst 2009.