er af grímublómaætt
og vex eingöngu til fjalla, einkum í rökum jarðvegi og fjallamýrum.
Hann er algengur á fjöllum og hálendi, einkum inn til landsins, fátíður
nær ströndinni. Í fjöllunum fer hann oft upp í 950 m hæð, og á
Tröllaskaga hefur hann á nokkrum stöðum fundizt ofan 1000 m, hæst 1100 m
á Mælifellshnjúk.
Hann hefur dumbrauða hvirfingu af fjaðurskiptum laufblöðum.
Blóm tröllastakksins eru 12-15 mm á lengd, í klasa á
stöngulendanum. Krónan er samblaða, einsamhverf, pípulaga, bogin í
endann, með dökkfjólubláum, hliðflötum hjálmi sem beygir sig yfir
blómið. Neðri vörin er gul, þrískipt, með kringlóttum flipum. Bikarinn
er sex til níu mm á lengd, fimmtenntur, klofinn stutt niður með tenntum
flipum, grænn á litinn með dökkfjólubláum línum eða blettum. Fræflarnir
eru fjórir, frævan ein með rauðum stíl. Stöngullinn er strendur eða
gáraður, dökkur, rauður eða blámengaður. Blöðin eru í stofnhvirfingu,
aflöng, stilkuð, oftast meira eða minna fjólubláleit, fjaðurskipt;
bleðlarnir tenntir.
Tröllastakkur á
Ólafsfelli við Hofsjökul árið 1993.
Tröllastakkur á
Auðkúluheiði upp af Svínadal 24. júní 2010.